Keppni í Dominos deild kvenna gæti lokið í kvöld þegar þriðji leikur í úrslitaeinvígi Vals og Hauka fer fram í Origo höllinni.

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals leiða einvígið 2-0 en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Sigri Valur í kvöld er liðið því Íslandsmeistari 2021. Haukar aftur á móti eru með bakið upp við vegg og þurfa á sigri að halda til að halda sér á lífi í deildinni.

Leikurinn hefst kl 20:15 í Origo höllinni og verður fjallað um hann á Körfunni.

Leikur dagsins

Dominos deild kvenna:

Valur – Haukar – 20:15

Valur leiðir einvígið 2-0