Þór Þ tekur á móti Keflavík í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla.

Fyrir leik kvöldsins hafa Þórsarar unnið tvo leiki á móti einum hjá Keflavík og geta þeir því með sigri tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík náði að minnka muninn með sigri í síðasta leik og eru því enn með bakið upp við vegg en þurfa á sigri að halda í kvöld til að knýja fram oddaleik á sínum heimavelli.

Fyrsta leik einvígisins vann Þór nokkuð örugglega í Keflavík, en annar leikurinn var öllu jafnari, þar sem að munurinn var aðeins fimm stig þegar upp var staðið. Þriðja leikinn vann svo Keflavík nokkuð örugglega og því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Leikur dagsins

Dominos deild karla:

Þór Þ – Keflavík – kl. 20:15

Þór leiðir einvígið 2-1