Þór Akureyri heldur áfram að semja við leikmenn varðandi næsta keppnistímabil, en liðið hefur samið við Eric Fongue. Liðið hafði skömmu áður skrifað undir samning við Bandaríkjamanninn Jonathan Lawton.

Eric er þrítugur og kemur frá Zürich í Sviss. Hann er 198 cm hár og spilar sem framherji. Eric á nokkra leiki að baki með svissneska landsliðinu og sótti m.a. Ísland heim vegna landsleiks Íslands og Sviss árið 2016.

Fongue hefur spilað allan sinn atvinnumannaferil í heimalandinu en var fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum og þar af lokaárið sitt í University of Alaska Fairbanks.

Síðustu tvö tímabil spilaði Eric með BC Boncourt. Á síðasta tímabili skoraði Eric 10,2 stig og tók 3,3 fráköst.

Í tilkynningu Þórs segjast þeir binda miklar vonir við Eric og að þá hlakki til að sjá hann á parketinu hjá sér.