Önnur umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar fór af stað í nótt með einum leik.

Í Barclays höllinni í Brooklyn lögðu heimamenn í Nets lið Milwaukee Bucks með 8 stigum, 107-115.

Atkvæðamestur fyrir Bucks í leiknum var Giannis Antentokounmpo með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Nets var Kevin Durant bestur með 29 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.

Leikinn sigruðu Nets þrátt fyrir að hafa misst lykilmann sinn James Harden meiddan útaf eftir aðeins 43 sekúndna leik, en samkvæmt fregnum mun hann hafa tognað aftan í læri.

Það helsta úr leik Nets og Bucks:

Úrslit næturinnar:

Milwaukee Bucks 107 – 115 Brooklyn Nets

Nets leiða einvígið 1-0