Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í dag á Grand Hótel. Á hátíðinni voru veitt verðlaun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna, þar sem að meðal annars lið ársins og leikmenn ársins voru valdir. 

Níunda tímabilið í röð var Sigmundur Már Herbertsson valinn dómari ársins. Karfan spjallaði við Simma eftir að hann tók við verðlaununum í hádeginu.