Darri Freyr Atlason hefur sagt upp stöfum sem þjálfari KR í efstu deild karla samkvæmt heimildum Körfunnar. Darri tók við liðinu fyrir síðasta tímabili, skilaði þeim í fimmta sæti og fór alla leið í undanúrsliti úrslitakeppninnar þar sem að liðinu var sópað út af deildarmeisturum Keflavíkur.

Samkvæmt heimildum Körfunnar er talið líklegt að leikmaður liðsins Helgi Már Magnússon muni taka við liðinu. Helgi að sjálfsögðu uppalinn KR-ingur sem leikið hefur með liðinu öll þau tímabil sem hann hefur verið á Íslandi. Þá hefur hann einnig áður verið þjálfari KR, tímabilið áður en að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu, 2012-13, en þá var hann leikmaður/þjálfari.