Breiðhyltingar eru á fullu að safna liðið fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla. Í dag tilkynnti liðið að fyrrum fyrirliði liðsins Daði Berg Grétarsson hefði ákveðið að taka skónna af hillunni og leika með liðinu á komandi leiktíð.

Daða þekkja allir ÍR ingar en hann er uppalinn hjá félaginu og spilaði síðast 2015 til 2020 en lagði skónna á hilluna síðasta sumar. Síðan þá sprikklaði hann með ÍR b en hefur nú skrifað undir samning að leika með A liðinu á komandi leiktíð.

Einnig var tilkynnt að Sigvaldi Eggertsson hefði endurnýjað samning sinn við ÍR en hann hafði verið orðaður við lið erlendis. Hann sneri heim síðasta sumar og skilaði 8,9 stigum og 4,7 fráköstum að meðaltali í deildarkeppninni.

ÍR vilja væntanlega snúa aftur á næstu leiktíð eftir vonbrigði síðasta tímabils þar sem liðið lennti í 10. sæti, einum sigri frá falli. Fyrirsjáanlegt er að miklar breytingar verði á liðinu en nú þegar hafa Danero Thomas og Everage Richardson samið við Breiðablik en Róbert Sigurðarson og Breki Gylfason hafa bæst í hóp Breiðhyltinga.