Collin Pryor hefur framlengt samning sinn við ÍR til tveggja ára. Hann var einn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili en hann var með 18 stig, 6 fráköst og 20,4 framlagspunkta að meðaltali í leik.

Auk ÍR hefur Collin spilað með Stjörnunni, Fjölni og FSu hér á landi. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2018 og hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd.