Breki Gylfason mun leika með ÍR í efstu deild karla á næsta tímabili samkvæmt heimildum Körfunnar. Breki kemur til liðsins frá fallliði Hauka, en þar skilaði hann 9 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 22 leikjum á síðasta tímabili. Áður hefur Breki aðeins leikið með uppeldisfélagi sínu Breiðablik 2014-16, en þá skipti hann yfir til Hauka. Þá hefur hann einnig verið hluti af íslenska landsliðinu á síðustu árum.