Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Leyma Coruna máttu þola tap í kvöld fyrir Coviran Granada í öðrum leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Leb Oro deildinni á Spáni, 82-85, en Arnar kom ekki við sögu í leiknum þrátt fyrir að vera á skýrslu hjá liðinu. Fyrsta leikinn höfðu Leyma Coruna unnið og því er staðan í seríunni jöfn, 1-1.

Oddaleikur milli liðanna mun fara fram komandi miðvikudag 9. júní.

Tölfræði leiks

https://twitter.com/basquetcoruna/status/1401245097535156225?s=20