19. umferð Dominos deildar kvenna lýkur í dag með einum leik.

Skallagrímur tekur á móti Snæfell kl. 16:00 í sannkölluðum Vesturlandsslag. Fyrir leikinn er Skallagrímur í 5. sæti með 16 stig á meðan að Snæfell er í 7. sætinu með 6 stig.

Liðin hafa í tvígang áður mæst í vetur, þar sem að Skallagrímur hefur haft sigur í bæði skipti. Munurinn á liðunum þó ekki mikill, en samanlagt hafa Skallagrímskonur unnið þessa tvo leiki með samanlagt 6 stigum. Þann fyrri í Borgarnesi 16. janúar 85-80, en þann seinni í Stykkishólmi 65-66.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Dominos deild kvenna:

Skallagrímur Snæfell – kl. 16:00