Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld.

Á Akureyri máttu heimamenn í Þór þola tap fyrir nöfnum sínum frá Þorlákshöfn. Þór Akureyri því úr leik þetta tímabilið, 3-1, en nafnar þeirra bíða átekta eftir niðurstöðu úr þeim viðureignum sem eftir eru í átta liða úrslitunum upp á hverja þeir leiki við í undanúrslitunum.

Seinni leikur kvöldsins var leikur Vals og KR þar sem mikil læti voru líkt og venjulega. Eftir að KR fór betur af stað komu Valsarar til baka og voru með forystuna allt til loka. Niðurstaðan þýðir að einvígið fer í oddaleik um sæti í undanúrslitum. Sá leikur fer fram föstudagskvöldið næstkomandi kl 20:15.

Úrslit kvöldsins

Dominos deild karla:

Þór Akureyri 66 – 98 Þór

Þór vann einvígið 3-1

KR 82-88 Valur

Staðan í einvíginu jöfn 2-2