Valskonur sluppu með skrekkinn í leiknum og náðu að knýja fram sigur í leik sem Hefði getað endað með sigri Fjölnis jafnrræðið var það mikið með liðunum. Má segja að reynsla Valskvenna hafi ráðið úrslitum í leiknum en litlu mátti muna að liðin þyrftu að leika amk einn leik til viðbótar.

Gangur Leiks:

Fjölnir byrja betur og komast í 5-12 eftir 2 mínútur og eru ákveðnari en Valskonur sem virka eitthvað værukærar og í stöðunni 10-18 tekur Ólafur þjálfari Vals leikhlé! Fjölnir leiðir 13-21 þegar 4 mínutur eru eftir. Fjölniskonur eru áfram ákveðnari og áræðnari og bæta í forystuna og komast í 13-25. Valskonur byrja að pressa en Fjölniskonur leysa pressuvörnina nokkuð auðveldlega og eru með 11 stigum 20-31 eftir fyrst leikhluta.

Valskonur koma ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og minnka muninn í 5 stig 29-34 þegar 4 mínútur eru liðnar. Liðin skiptast svo á að skora en Valskonur virðast vera að ná yfirrhöndinni hægt og bítandi og jafna 39-39 þegar 3 mínútur eru eftir. Valur vinnur annan leikhluta 27-12 og leiða 47-43 í hálfleik.

Jafnræði er með liðinum í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur alltaf skrefinu á undan og ná 10 stiga forystu þegar 4 mínútur eru liðnar af þriðja leikhluta. Fjölniskonur virka eilítið þreyttari enda keyrt á færri leikmönnum en Valur. Halldór þjálfari Fjölnis tekur leikhlé í stöðunni 60-48 og 5 mínútur eftir. Fjölniskonur ná að setja næstu 7 stig og minnka muninn í 60-55 þegar mínúta er eftir af leikhlutanum og Valur tekur leikhlé þegar ein mínúta er eftir, en hvorugu liði tekst að skora meira. Valur vinnur leikhlutann 13-12, lítið flæði og stigaskor í leikhlutanum.

Hittinin er engin í lokaleikhlutanum fyrr en Valur setur þrist þegar tæpar 3 mínútur eru liðnar af lokaleikhlutanum og bæði lið ná að setja nokkrar körfur, Valskonur þó alltaf á undan. Sjö stiga munur 68-61 þegar 5 mínútur eru eftir af leiknum! Þristum rignir hjá báðum liðum og munurinn helst svipaður 74-66 og 3 mínútur eru eftir! Eftir tvo þrista hjá Margréti Ósk beint fyrir framan Valsbekkinn er jafnt  74-74 þegar 44 sekúndur eru eftir. Valskonur klára leikinn með 4 vítaskotum á lokasekúndum leiksins! Lokatölur 78-74.

Kjarninn:

Fjölniskonur mættu að því er virðist meira tilbúnar til leiks og áttu í raun fyrsta leikhluta frá upphafi til enda. Valskonur mættu svo ákveðnari í annan leikhluta og náðu hægt og bítandi að ná forystu í leiknum en flottur kafli Fjölnis í lok leiksins gerði lokamínútuna æsispennandi.
Sigurinn hefði geta lent hjá hvoru liðinu sem er en Valskonur gerðu akkúrat það sem þurfti til til þessa að vinna.

Atkvæðamestar:

Valur: Kiana Johnson var með þrefalda tvennu í leiknum 11 stig,  10 fráköst og 12 stoðsendingar Hallveig Jónsdóttir með 22 stig (6 þristar)

Fjölnir:  Lina Pikciuté var með 22 stig og 12 fráköst og Ariel Hearn með 17 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Hvað svo?

Valskonur mæta sigurvegurum úr viðureign Hauka og Keflavíkur í úrslitum  Dominosdeildar kvenna en Fjölnir er komið í sumarfrí.

Tölfræði leiks

Origohöllin að Hlíðarenda  /. Hannes Birgir Hjálmarrsson