Átta liða úrslit fyrstu deildar kvenna fara af stað í dag með fjórum leikjum.

ÍR tekur á móti Tindastól í TM Hellinum, Ármann og sameinað lið Hamars og Þórs eigast við í Kennaraháskólanum, Grindavík tekur á móti Stjörnunni í HS Orku Höllinni og í Njarðvík mæta heimakonur Vestra.

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslitin.

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna:

ÍR Tindastóll – kl. 16:00

Ármann Hamar/Þór – kl. 18:00

Grindavík Stjarnan – 19:15

Njarðvík Vestri – kl. 19:15