Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna fer af stað með tveimur leikjum í dag. Leikið er í undanúrslitum og sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Haukar taka á móti Keflavík en liðin enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar og má búast við hörkuspennandi einvígi milli sterkra liða.

Deildarmeistarar Vals mæta svo nýliðum og spútnikliði Fjölnis. Þrátt fyrir að flestir búist fyrirfram við sigri Vals hafa Fjölniskonur komið ítrekað á óvart í allan vetur og skildi engin afskrifa Grafarvogsstúlkur.

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Haukar – Keflavík – kl. 18:15

Valur – Fjölnir – kl. 20:15