Valur tekur á móti Haukum í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild kvenna.

Hérna eru leikdagar úrslitanna

Fyrir leik kvöldsins hafa liðin mæst í þrígang í vetur og hafði Valur sigur í öll skiptin. Með 8, 15 og 10 stigum. Valskonur unnu að sjálfsögðu deildarkeppnina, en Haukar voru í 2. sætinu og hafa verið á mikilli siglingu síðan að Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðsins, unnið 13 af síðustu 15 leikjum sínum. Bæði lið sópuðu andstæðingum sínum í undanúrslitunum út 3-0, Valur gegn nýliðum Fjölnis en Haukar gegn Keflavík.

Leikur dagsins

Dominos deild kvenna – úrslitaeinvígi:

Valur Haukar – kl. 20:30