Úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna milli Njarðvíkur og Grindavíkur fór af stað í kvöld.

Heimakonur í Njarðvík unnu þennan fyrsta leik nokkuð örugglega 69-49, en næsti leikur liðanna er komandi fimmtudag 3. júní í HS Orku höllinni í Grindavík.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík 69 – 49 Grindavík