Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í dag.

Njarðvík lagði Grindavík í Njarðtaksgryfjunni, ÍR hafði betur gegn Hamar/Þór í TM Hellinum, Ármann lagði Tindastól í Síkinu og í MGH unnu heimakonur í Stjörnunni B lið Fjölnis.

Með sigri sínum á Grindavík í kvöld tryggði lið Njarðvíkur sér deildarmeistaratitilinn 2020-21. Ólíkt því sem er í fyrstu deild karla, þar sem Breiðablik fer nú beint upp eftir að hafa unnið deildina, þurfa Njarðvíkurkonur þrátt fyrir titilinn að fara í úrslitakeppni um hvaða lið það verður sem að tekur sæti KR í Dominos deild kvenna á næsta tímabili.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík 86 – 58 Grindavík

ÍR 67 – 62 Hamar/Þór

Tindastóll 61 – 70 Ármann

Stjarnan 60 – 59 Fjölnir