Úrslitakeppni Dominosdeildar karla héldu áfram í kvöld með tveimur leikjum.

Að Hlíðarenda mættust Valur og KR í svakalegum leik þar sem KR vann eins stigs sigur í framlengdum leik. 98-99.
Tyler Sabin með 28 stig fyrir KR og sigurkörfuna þegar 5 sekúndur lifðu leiks. Kristófer Acox með 20 stig fyrir Val.

Tölfræði leiksins

Þórsarar frá Þorlákshöfn fengu Þórsara frá Akureyri í heimsókn í leik sem litaðist af bönnum leikmanna. Heimamenn unnu þar þægilegan sigur. 95-76.
Stigahæstur Þorlákshafnarmanna var Larry Thomas með 21 stig en hjá Akureyringum var Ivan Aurrecoechea með 17 stig.

Tölfræði leiksins