Undanúrslit fyrstu deildar karla héldu áfram í kvöld en það lið sem fyrr nær að vinna þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígi um sæti í Dominos deildinni.

Á Selfossi jöfnuðu heimamenn einvígi sitt gegn Hamri, 1-1 og í Borgarnesi komst Vestri í 2-0 stöðu gegn heimamönnum í Skallagrím.

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla:

Selfoss 97 – 77 Hamar

Einvígið er jafnt 1-1

Skallagrímur 68 – 75 Vestri

Vestri leiðir einvígið 2-0