Grindavík vann Stjörnuna í kvöld í hörkuleik í HS Orku höllinni og tryggðu sér þar með oddaleik í Garðabænum næstkomandi föstudag. Enduðu leikar 95-92 fyrir heimamenn.

Kazembe Abif og Joonas Jarvelainen skoruðu 19 stig hvor fyrir Grindavík en Ægir Þór Steinarsson var langbestur hjá Stjörnunni með 34 stig.