Tveir leikir voru á dagskrá í kvöld í átta liða úrslitum Dominos deildar karla.

Stjarnan lagði Grindavík nokkuð örugglega í MGH og þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til þess að komast áfram í undanúrslitin. Næsti leikur í einvíginu komandi þriðjudag 25. maí.

Í Keflavík lögðu heimamenn Tindastól. Keflavík fer því áfram í undanúrslitin á meðan að Tindastóll eru komnir í sumarfrí.

Úrslit dagsins

Dominos deild karla:

Stjarnan 85 – 69 Grindavík

Stjarnan leiðir einvígið 2-1

Keflavík 87 – 83 Tindastóll

Keflavík vann einvígið 3-0