Undanúrslit fyrstu deildar karla halda áfram í kvöld en það lið sem fyrr nær að vinna þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígi um sæti í Dominos deildinni.

Baráttan um Ingólfsfjall heldur áfram er Hamar heimsækir nágranna sína í Selfossi, fyrsti leikur liðanna bauð uppá allskonar veislu þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram sigur. Í Borgarnesi eru Vestfirðingar í heimsókn en Vestri vann fyrsta leik liðanna ansi sannfærandi.

Gestalið kvöldsins leiða einvígin 1-0 og geta því komið sér í góða stöðu fyrir næsta leik liðanna sem verður þá á þeirra heimavelli.

Leikir dagsins

Fyrsta deild karla:

Selfoss – Hamar – kl. 19:15

Hamar leiðir einvígið 1-0

Skallagrímur Vestri – kl. 19:15

Vestri leiðir einvígið 1-0