Einn besti leikmaður Íslandssögunnar, Jón Arnór Stefánsson leikmaður Vals er hættur körfuknattleiksiðkunn og lagði skóna á hilluna eftir tap gegn KR í gær. Þetta staðfesti hann í viðtali við Körfuna í gær og hefur verið mikið rætt og ritað um feril hans síðan í gær.

Jón Arnór kom víða við á sínum ferli og var mjög sigursæll með sínum liðum. Samfélagsmiðillinn Twitter fór auðvitað hlýjum orðum um Geitina á sama tíma og svarthvíti hluti Reykjavíkur fagnaði sigri gærkvöldsins. Ýmsir hafa þakkað Jóni Arnóri fyrir sitt framlag á Twitter og deild hlýjum orðum.

Við tókum saman það helsta er Jón Arnór tilkynnti að hann væri hættur sem má finna hér að neðan: