Tveir leikir fara fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld.

Á Akureyri eru heimamenn í Þór með bakið upp við vegg gegn nöfnum sínum úr Þorlákshöfn. Nái heimamenn að vinna tryggja þeir sér oddaleik um sæti í undanúrslitunum. Nái þeir ekki að vinna fara þeir í sumarfrí.

Svipað verður upp á teningnum í DHL höllinni. Þar eru heimamenn í KR með granna sína úr Val upp við vegg. Vinni Valur verður oddaleikur. Vinni þeir ekki fer KR í undanúrslit og Valur í sumarfrí.

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Þór Akureyri Þór – kl. 18:15

Þór leiða einvígið 2-1

KR Valur – kl. 20:15

KR leiðir einvígið 2-1