Tryggvi atkvæðamikill í lokaleik tímabilsins á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í dag fyrir Murcia í síðasta leik deildarkeppni ACB deildarinnar á Spáni, 91-68. Tryggvi og félagar voru að lokum nokkuð frá því að komast í úrslitakeppnina, en þeir enduðu tímabilið í 13. sæti deildarinnar með 14 sigra og 22 töp.

Á rúmum 15 mínútum spiluðum í leik dagsins skilaði Tryggvi Snær 8 stigum og 3 fráköstum, en hann var næst framlagshæstur Zaragoza manna.

Tölfræði leiks