Grindavík knúði fram oddaleik í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla er liðið mætti Stjörninni í kvöld. Stjarnan var með yfirhöndina í einvíginu fyrir leik kvöldsins, 2-1. Liðin höfðu fyrir leik kvöldsins unnið sína heimaleiki, Stjarnan báða í MGH og Grindavík þennan eina í HS Orku Höllinni. Grindavík hafði að lokum góðan 95-92 sigur á Stjörnunni.

Karfan ræddi við Þorleif Ólafsson leikmann og aðstoðarþjálfara Grindavíkur eftir leik og má sjá viðtal við hann hér að neðan: