Lokaumferð 1. deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Mikil spenna var fyrir umferðina þar sem stutt var á milli liða um miðja deild og gátu mörg lið komist í fimmta sætið. Svo flókin staða var komin upp í deildinni að kalla þurfti til sérlegan reiknimeistara Körfunnar.

Að lokum endaði það svo að fjögur lið voru jöfn að stigum í 5. til 8. sæti deildarinnar með 12 stig. Þar voru það Ármenningar sem spáð var neðsta sæti sem enduðu sem efsta liðið og stálu því heimaleikjaréttnum. Tekið skal fram að B lið geta ekki tekið þátt í úrslitakeppni og því situr lið Fjölnis b því hjá í úrslitakeppni.

Fyrstu leikirnir fara fram næsta fimmtudag 13. maí. Sigra þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit. Sigurvegari úrslitakeppninnar vinnur sér inn þátttökurétt í Dominos deild kvenna að ári.

Leikirnir í 8. liða úrslitum 1. deildar kvenna.

Njarðvík – Vestri

ÍR – Tindastóll

Grindavík – Stjarnan

Ármann – Hamar/Þór