Fjórir leikir voru á dagskrá átta liða úrslita fyrstu deildar kvenna í kvöld.

Í öllum viðureignum úrslitanna var sópurinn á lofti. Njarðvík sló Vestra út, ÍR sló Tindastól út, Ármann sló Hamar/Þór út og Grindavík sló Stjörnuna út.

Liðin sem mætast í undanúrslitum deildarinnar:

ÍR (2) og Grindavík (3)

Njarðvík (1) og Ármann (5)

Samkvæmt skipulagi KKÍ hefjast undanúrslitin komandi laugardag 22. maí.

Úrslit dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Vestri 48 – 92 Njarðvík

Tindastóll 39 – 68 ÍR

Hamar/Þór 67 – 76 Ármann

Stjarnan 69 – 95 Grindavík