Úrslitakeppni fyrstu deildar karla hefst komandi föstudag 7. maí. Blikar tryggðu sér á dögunum efsta sæti deildarinnar og fara þeir því beint upp á meðan að liðin sem eru í sætum 2-9 fara í úrslitakeppni um hitt sætið. Í fyrstu umferð þurfa liðin að vinna tvo leiki til þess að komast áfram, en svo bæði í undanúrslitum og lokaúrslitum verða það þrír leikir sem þarf til að sigra.

Hérna er heimasíða deildarinnar

Lokastaða deildarinnar:

1: Breiðablik

2: Hamar

3: Sindri

4: Vestri

5: Álftanes

6: Skallagrímur

7: Fjölnir

8: Selfoss

9: Hrunamenn

Viðureignir fyrstu umferðar:

Sindri Selfoss – Fyrsti leikur föstudag 7.maí

Álftanes Skallagrímur – Fyrsti leikur föstudag 7.maí

Vestri Fjölnir – Fyrsti leikur laugardag 8.maí

Hamar Hrunamenn – Fyrsti leikur laugardag 8.maí