Tveir oddaleikir fóru fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld þar sem kom í ljós hvaða lið komust í undanúrslit.

Í þeim fyrri tók Stjarnan á móti Grindavík í MGH í Garðabæ. Óhætt er að segja að Stjarnan hafi leikið sér að Grindvíkingum og unnu mjög öruggan sigur 104-72.

Seinni leikur kvöldsins hefst síðan innan stundar en þar mætast Valur og KR í Origo höllinni kl. 20:15.

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Stjarnan 104-72 Grindavík

Stjarnan vann einvígið 3-2

Valur – KR – kl. 20:15

Einvígið er jafnt 2-2