Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna í Fjölnishöllinni í Grafarvogi. Stjarnan vann alla fimm leiki sína í lokamótinu, en í sætunum á eftir þeim voru Fjölnir, Haukar, Grindavík, Breiðablik og Vestri. Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum meisturunum með þjálfara sínum Kjartani Atla Kjartanssyni.

Mynd / KKÍ