Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna á heimavelli í MGH í Garðabæ. Stjarnan vann alla sína leiki og stóð því uppi sem sigurvegari. Á eftir Stjörnunni voru Keflavík, UMFK, Fjölnir og Grindavík. Hér fyrir ofan má sjá nýkrýnda Íslandsmeistarana með þjálfurum sínum Arnari Guðjónssyni og Danielle Rodriguez.

Mynd / KKÍ