Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokk stúlkna í MGH. Titillinn er sá fyrsti sem félagið vinnur í yngri flokkum stúlkna. Vann liðið alla sína leiki, en í sætunum á eftir þeim komu KR, Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Hér fyrir ofan má sjá nýkrýnda meistarana með þjálfara sínum Daniele Rodriguez.

Mynd / KKÍ