Stjarnan Íslandsmeistari í 7. flokk drengja – Unnu alla leikina

Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokk drengja, en leikið var í DHL Höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur. Liðið vann alla leiki sína og stóð því uppi sem sigurvegari. Í næstu sætum á eftir Stjörnunni í flokknum voru KR, Njarðvík, Grindavík og UMFK. Hér fyrir ofan má sjá mynd af Íslandsmeisturunum nýkrýndu með þjálfara sínum Óskari Þór Þorsteinssyni.

Mynd / KKÍ