Haukar taka á móti Val í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild kvenna. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Val sem vann fyrsta leik liðanna öruggt 58-45.

Hérna eru leikdagar úrslitanna

Liðin hafa nú mæst í fjórgang í vetur og hefur Valur haft sigur í öll skiptin. Valskonur unnu að sjálfsögðu deildarkeppnina, en Haukar voru í 2. sætinu og hafa verið á mikilli siglingu síðan að Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðsins, unnið 13 af síðustu 15 leikjum sínum. Bæði lið sópuðu andstæðingum sínum í undanúrslitunum út 3-0, Valur gegn nýliðum Fjölnis en Haukar gegn Keflavík.

Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og getur Valur því stigið stórt skref með sigri í kvöld í Ólafssal. Karfan mun fjalla um leik kvöldsins hér á síðunni

Dominos deild kvenna:

Haukar – Valur – kl. 20:15