Líkt og síðustu tímabil setti Karfan upp spá fyrir deildarkeppnina í efstu deildum þar sem sérfræðingar og pennar Karfan.is settu sig í spámannssætið og stóðu sig með ágætum.

Spámenn Körfunnar voru svo gott sem sannfærðir um að Hamar myndi standa uppi sem sigurvegari í 1. deild karla á tímabilinu. Svo varð ekki þar sem Breiðablik vann deildina að lokum ansi sannfærandi. Hástökkvarar töflunnar var Sindri sem spáð var 8. sæti deildarinnar en enduðu í þriðja sæti eftir að hafa verið í toppbaráttu meirihluta tímabilsins. Liðið sem féll hvað mest var lið Fjönis sem var spáð 4 sæti en enduðu í því sjöunda.

Spánna og lokastöðuna má finna hér að neðan:

Spáin:

 1. Hamar – 9.39
 2. Breiðablik – 8.17
 3. Álftanes – 7.50
 4. Fjölnir – 6.22
 5. Skallagrímur – 6.00
 6. Vestri – 5.78
 7. Selfoss – 4.06
 8. Sindri – 3.33
 9. Hrunamenn 2.94
 10. Snæfell – 1.61

Lokastaða og sætamunur frá spánni:

 1. Breiðablik (+1)
 2. Hamar (-1)
 3. Sindri (+5)
 4. Vestri (+2)
 5. Álftanes (-2)
 6. Skallagrímur (-1)
 7. Fjölnis (-3)
 8. Selfoss (-1)
 9. Hrunamenn (-)