Líkt og síðustu tímabil setti Karfan upp spá fyrir deildarkeppnina í efstu deildum þar sem sérfræðingar og pennar Karfan.is settu sig í spámannssætið og stóðu sig með ágætum.

Spámenn Körfunnar voru heldur betur í sparifötunum í Dominos deild kvenna. Heil fimm sæti voru rétt en stærsti munurinn var hjá bikarmeisturum Skallagríms sem margir höfðu mikla trú á fyrir tímabilið. Liðið stóð ekki undir því og endaði í 6. sæti deildarinnar. Nýliðar Fjölnis stukku um tvö sæti eins og Haukar en til að verja spámennina var Sara Rún Hinriksdóttir ekki komin til liðs við Hauka áður en spáin var birt.

Spánna og lokastöðuna má finna hér að neðan:

Spáin:

 1. Valur – 7.75
 2. Skallagrímur – 6.25
 3. Keflavík – 6.06
 4. Haukar – 5.63
 5. Breiðablik – 3.63
 6. Fjölnir – 2.80
 7. Snæfell – 2.56
 8. KR – 1.44

Lokastaða og sætamunur frá spánni:

 1. Valur (-)
 2. Haukar (+2)
 3. Keflavík (-)
 4. Fjölnir (+2)
 5. Breiðablik (-)
 6. Skallagrímur (-4)
 7. Snæfell (-)
 8. KR (-)