Snæfell og Breiðablik mættust í lokaleik Dominosdeildarinnar í Stykkishólmi í dag. Það var lítið undir annað en stoltið og virtust leikmenn vera tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir stoltið. Leikurinn var hin mesta skemmtun og skiptust liðin oft á að leiða leikinn þó svo að Snæfell hafi oftar verið með yfirhöndina í leiknum.

Lokatölur urðu 81-75 (eftir framlengingu) fyrir Snæfell og fara þær glaðar inn í sumarfríið með sigur í farteskinu og þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum. Breiðablik horfa á framtíðina með tilhlökkun í hjarta og munu tefla fram tveimur Dominosdeildarliðum á næstu leiktíð. Það er stígandi í leik beggja liða og vonandi ná liðin að halda sínum kjarna og bæta í á næstu leiktíð.

Lykiltölur:


Snæfell
– Haiden 27/22/11 – Emese 21/23

Breiðablik – Jessica 21/20/9/5 stolnir

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Umfjöllun, viðtöl / Gunnlaugur Smárason