Þór Akureyri lagði Hauka í gærkvöldi í lokaumferð Dominos deildar karla, 96-87. Þór Akureyri voru eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar og mæta hinu Þórsliðinu í átta liða úrslitum á meðan að Haukar eru fallnir úr deildinni.

Hérna er meira um leikinn

Leikmenn Þórs Srdan Stojanovic og Ivan Aurrecoechea Alcolado áttu báðir góða leiki fyrir sitt lið í leiknum. Srdan skilaði 27 stigum og 4 stoðsendingum á meðan að Ivan var með 20 stig og 8 fráköst. Líklega var þó ekkert fallegra en þessi samleikur liðsfélaganna, þar sem að Srdan sendir boltann í gegnum klofið á Ivan sem treður honum með tilþrifum.