Tindastólol hefur samið við Sigurð Gunnar Þorsteinsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfestir félagið þetta við Feyki nú í morgun.

Sigurður kemur til Tindastóls frá Hetti, sem féll úr deildinni í vetur, en þar skilaði hann 13 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Sigurður hefur víða komið eftir að hann yfirgaf uppeldisfélag sitt KFÍ árið 2006, leikið með Keflavík, Grindavík og ÍR í efstu deild á Íslandi, hjá Solna í Svíþjóð, Doxas Pefkon & Larissa í Grikklandi.

Tindastóll endaði deildarkeppni tímabilsins í 8. sætinu og duttu út 3-0 á dögunum gegn toppliði Keflavíkur í átta liða úrslitunum.