Sigurður eftir sigurinn mikilvæga í Hafnarfirði “Eina sem við getum gert er að mæta í leiki og vinna þá”

Höttur lagði Hauka í kvöld í 21. umferð Dominos deildar karla, 100-104. Eftir leikinn eru Haukar í 12. sæti deildarinnar, fallnir, með 12 stig á meðan að Höttur er í 10. sætinu með 14 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Sigurð Gunnar Þorsteinsson, leikmann Hattar, eftir leik í Ólafssal. Sigurður var drjúgur að vanda fyrir sína menn, skilaði 13 stigum og 11 fráköstum í leiknum.