Siauliai án Elvars er liðið tapaði fyrsta leik í úrslitakeppni

Siauliai, lið lndsliðsmannsins Elvars Márs Friðrikssonar mátti þola stórt tap fyrir Rytas í fyrsta leik átta liða úrslitaeinvígis liðanna í úrvalsdeildinni í Litháen, 98-60. Næsti leikur liðanna er komandi laugardag 22. maí.

Í hóp Siauliai í dag vantaði marga leikmenn vegna covid-19 smita innan hópsins, þar á meðal Elvar Már, en ekki er ljóst hvort og hvort þeir verði komnir aftur í leikmannahópinn fyrir næsta leik á laugardaginn.

Tölfræði leiks