Haukar mættu Þór í Höllinni á Akureyri í loka umferð Dominos deildar karla. Haukar féllu í 1.deild í síðustu umferð eftir tap naumt tap gegn Hetti. Þór gat tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Svo fór að heimamenn fóru með sigur að hólmi 96-87 og eftir úrslit kvöldsins í öðrum leikjum endaði liðið í 7.sæti og mætir nöfnum sínum frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Meira má lesa um leikinn hér

Karfan ræddi við Sævald Bjarnason þjálfara Hauka eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan