Njarðvík tryggðu sér deildarmeistaratitlinn í 1.deild kvenna í kvöld með öruggum sigri á liði Grindavíkur 86:58 þegar liðin mættust í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga. Njarðvík leiddu með 11 stigum í hálfleik en seinni hálfleikur var þeirra eign frá upphafi til enda og lönduðu þær sigrinum og um leið heimavallarrétti í úrslitakeppninni.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Rúnar Inga Erlingsson, þjálfara Njarðvíkur, eftir leik í Njarðtaksgryfjunni.