Átta liða úrslit Dominos deildar karla héldu áfram í dag með tveimur leikjum.

Keflavík lagði heimamenn í Tindastól í Síkinu og komst í 2-0 forystu í einvíginu. Þá jöfnuðu Grindvíkingar einvígi sitt gegn Stjörnunni, 1-1, í HS Orku Höllinni í Grindavík

Úrslit dagsins

Dominos deild karla:

Tindastóll 74 – 86 Keflavík

Keflavík leiðir einvígið 2-0

Grindavík 101 – 89 Stjarnan

Einvígið er jafnt 1-1