Valur lagði Snæfell í kvöld í fyrsta leik 20. umferðar Dominos deildar kvenna, 86-62. Með sigrinum tryggði Valur sér toppsæti deildarinnar þetta tímabilið og fengu deildarmeistaratitilinn afhentan eftir leik í kvöld. Snæfell voru sömuleiðis öruggar með sitt 7. sæti, en þær höfðu fyrir leik kvöldsins unnið tvo leiki í röð sem tryggt hafði sæti þeirra í deildinni á næsta tímabili.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ólaf Jónas Sigurðsson, þjálfara Snæfells, eftir að bikarinn fór á loft í Origo Höllinni.