Njarðvíkurávarp

Fyrir hvað er karlalið Njarðvíkur að berjast? Þetta er spurning sem ég hef spurt sjálfan mig eftir að hafa horft á þá spila að undanförnu. Að horfa á liðið í fljótu bragði þá virðist eins og þeir séu að berjast fyrir sjálfan sig í liðsíþrótt sem er ákaflega einkennilegt. Vegna þess að þeir ættu að vera berjast fyrir liðið og Njarðvíkur samfélagið. Að berjast fyrir sjálfum sér er einstaklingshyggja og fer á köflum ekki langt með menn nema þá í einhverri skammtíma sjálfsmyndar speglun eins og hvernig lít ég út og hversu sterkur er ég. Það eitt og sér er drifkraftur sem verður orkulítill eftir skamma stund og hefur reynst mönnum sterkari og betri veganesti að berjast fyrir liðið, samfélagið og horfa á heildar myndina. Það er nefnilega mikilvægi gildi sem rúmast inn í samfélaginu Njarðvík og mig langar að fara inn á þau.

Njarðvík hefur verið háð sigurhefð þar sem titlarnir hafa raðast inn eins og að kaupa sér hamborgara í bílalúgu en það sem liggur á bakvið er miklum meira en hamborgarinn sjálfur heldur hvernig varð hamborgarinn til. Til að svona góður og auðmeltanlegur hamborgari verður til þarf fólk til að búa til hamborgarann og þar er fólkið. Fólk sem hefur stritað baki brotnu við að reyna að ná endum saman ásamt fólki sem hefur haft það nokkuð gott. En saman sem heild hefur þessi sigurvilji orðið að sterku afli sem hvaða mótlæti getur ekki haggað við enda hefur fólk fórnað miklum af sínum tíma í að byggja upp innviðina í Njarðvík.

Það eru mörg dæmi sem ég þekki eins og einstæður mæður eða efnalitlir foreldrar sem höfðu rétt fyrir leigu og uppihaldi við hver mánaðarmót en höfðu alltaf pening til að gefa barninu/börnunum fyrir miða á leik hjá Njarðvík og fyrir smá gotteríi. Fólk vann í sjómannastörfum, fiskverkun og öðrum lægri launatengdum störfum. Fólk barðist við veikindi, áföll, mótlæti, sjálfsvíg og annarskonar erfiðleika sem urðu á veginum. En á sama tíma var verið að styðja við Njarðvík í körfuboltanum í formi fjármagns, andlegs og líkamlegs stuðnings til uppbyggingu á samfélaginu í Njarðvík. Sögur voru á streymi að margir í meistaraflokki unnu menn í smíðavinnu, fóru á sjóinn, unnu kvöld og næturvaktir upp á velli en samt náðu að mæta á æfingar og vinna titla í bunkum.


Núna stöndum við á tímamótum að karlaliðið í Njarðvík þarf djúpstæðan og víðtækan innblástur til að halda sér upp í deild þeirra bestu í körfubolta á Íslandi. Ég myndi mæla með því að strákarnir líti inn á við í innviði samfélagsins og hvernig það hefur verið byggt upp. Hér hafa búið margir og miklir töffarar óháð kyni, tekist á við erfiðleika, áföll, mótlæti og annar sársauka en staðið þétt við körfubolta samfélagið og Njarðvík sem heild. Vegna þess að samfélagið í Njarðvík stóð með þeim. Við vitum af sögum þar sem börn æfðu körfubolta gátu ekki borgað æfingagjöldin en fengu samt að æfa því það var engum úthýst. Við vitum af sögum þar sem Njarðvíkur skóli þurfti að taka á sínum stóra þegar börn með mikla og erfiða skólahegðun hefði getað verið vísað á dyr en fékk í staðinn umhyggju, ást og væntumþykju. Við vitum að sögum þegar börn voru að stela í bakaríinu og sjoppinu í Njarðvík en báðir eigendur settu skilning í að mikið af þessum börnum komu frá erfiðum og brotkenndum heimilum. Við vitum af sögum þar sem foreldra barna tóku mikið af börnum inn á sitt heimili og horfðu ekki á hvort að barnið kæmi frá vanrækslu eða fátækt heldur þetta barn sem er vinur barnsins míns.

Þannig sögurnar eru endalausar og væri hægt að þræða í 10 blaðsiðna færslu. En þá kemur að hamborgaranum í myndlíkingu við titil sem samfélagið hefur borðað í góðu yfirlæti. En hamborgarinn er enginn venjulegur hamborgari heldur sigurviljinn, baráttan, hjálpsemin, samkennd, trú á eigin getu, þrautseigjan, þolinmæðið, seiglan, að fólk finni tilgang þrátt fyrir erfiðleika þannig bakvið hvernig munnbita raðast þetta ofan í okkur Njarðvíkingana sem hefur fært okkur eljusemi og tækifæri til að ná árangri í lífinu. Njarðvík sem körfuboltasamfélag er á gríðarlega sterkum mælikvarða og gildin sem við búum við er rótgróin og sterk sem hafa vaxið innan í hverjum íbúa og eflt hann til dáðar.

Núna þurfa strákarnir að horfa til heildarinnar hvernig samfélagið hefur byggst upp og hvaða andstreymi hefur átt sér stað við uppbyggingu á þessum gildum í hamborgaranum sem við höfum borðað í gegnum tíðina:
Sigurviljinn – baráttan – hjálpsemin – samkennd – trú á eigin getu – þrautseigjan – þolinmæðið – seiglan – að finna tilgang þrátt fyrir erfiðleika – eljusemi


Einstaklingsbarátta er stutt og góð en samfélagsbarátta er löng og góð

Áfram Njarðvik!!! 💚💚💚

Ástþór Óðinn Ólafsson