Nær Hamar að tryggja sig í úrslitin í kvöld?

Selfoss tekur á móti grönnum sínum úr Hamri í kvöld í fjórða leik undanúrslitaeinvígis fyrstu deildar karla.

Fyrir leik kvöldsins hefur Hamar unnið tvo leiki og Selfoss einn, með sigri tryggir Hamar sig því í úrslitaeinvígi um sæti í Dominos deildinni gegn Vestra. Fari svo að Selfoss vinni, verður leikinn oddaleikur um hvort liðið fari í úrslitin.

Leikur dagsins

Fyrsta deild karla – undanúrslit:

Selfoss Hamar – kl. 19:15

Hamar leiðir einvígið 2-1