LA Lakers getað prísað sig sæla að hafa komist í úrslitakeppnina þetta árið en í gær unnu þeir Golden State Warriors 103:100 í hörku leik þar sem að Warrirors leiddu í hálfleik með 13 stigum. Það var svo á endanum hin háaldraði en frábæri leikmaður Lebron James sem kláraði GSW með löngum þrist yfir Stephen Curry sem sökkti að lokum gestunum frá Oakland. Curry gerði svo sem sitt þegar hann skilaði 37 stigum og hinumegin var Lebron einnig að vinna vel fyrir laununum með 22 stig og 11 fráköst.

Curry og félagar í Warriors fá hinsvegar annað tækifæri á úrslitakeppni en þeir leika gegn Memphis Grisslys sem í gær lögðu SA Spurs 100:96 í sambærilegum “play in” leik fyrir síðustu sætin í úrslitakeppninni. Dillon Brooks með 23 stig fyrir Memphis á meðan Demar Derozan skoraði 20 stig fyrir SA Spurs sem eru komnir í sumarfrí.